top of page
About

Ertu tilbúin/nn að koma í ferðalag sem gæti breytt lífinu þínu?

Meðvirknin er lævíst og lamandi fyrirbæri sem snertir fleiri en flesta grunar. Í þessu podcasti er ljósi varpað á skuggana og ekkert dregið undan í umfjöllun um þær ótrúlega alvarlegu birtingamyndir og afleiðingar sem meðvirknin hefur í lífinu okkar. Áskrifendur að podcastinu eru fjöldi fólks sem vill vera í samfélagi með öðrum sem ætla að finna frelsi og gleði í lífinu. Podcastið býður upp á upplýsingar, stuðning, verkfæri og vinalegt samfélag. Þættirnir eru stundum þægilegir og stundum krefjandi en alltaf með áherslu á lausnum við vandanum. 

 

Áskrift að Meðvirknipodcastinu kostar aðeins 1.500 krónur á mánuði og innifalið í því er aðgangur að öllum þáttum sem komnir eru ásamt nýjum þáttum sem koma með reglulegum hætti. Það er engin binditími, þér er velkomið að hætta í áskrift þegar þú vilt.

 

Vertu velkomin í góðan hóp – okkur þætti vænt um að hafa þig með okkur 

  • Einlægt og kærleiksríkt samtal og samfélag sem byggir meðal annars á persónulegum reynslusögum

  • Uppbyggileg fræðsla sem byggir á yfirgripsmikilli reynslu og menntun á sviði meðvirkni og áfalla

  • Gagnleg verkfæri og verkefni fyrir persónulegan vöxt

  • Skapandi nálgun sem getur hjálpað við að sjá lífið og tilveruna í nýju ljósi

​Umfjöllunarefnin eru margskonar og byggja bæði á faglegum grunni og raunverulegum aðstæðum úr hversdagsleikanum þar sem við tökumst á við svo mörg andlit meðvirkninnar. Við snertum á raunverulegum orsökum hennar og einkennum. Vanræksla, ofbeldi, höfnunarótti, kvíði, þunglyndi, markaleysi, neikvæðni, alvarleg streita, kulnun, lágt sjálfsvirði, einmannaleiki, alkóhólismi, vímuefnaröskun, ósanngjörn hlutverk innan fjölskyldunnar, átök í nánum samböndum, stjórnleysi, skömm, áhugaleysi, yfirfærðar tilfinningar, reiði og sorg eru á meðal fjölmargra atriða sem koma til sögunnar. 

Það skiptir okkur máli að podcastið hafi raunveruleg og djúp áhrif til hins betra. Það er mikill áhugi á meðvirkni og við ætlum ekki bara að fjalla um hana frá ýmsum hliðum heldur líka að styðja hlustendur með gagnlegum hugmyndum og verkfærum sem reynslan hefur sannað að skipta máli. Það má segja að umfjöllunin skiptist í eftirfarandi þætti:

bottom of page