top of page

Vertu velkomin/nn með okkur

Hæ! Við heitum Valdimar Þór Svavarsson og Berglind Magnúsdóttir. Við höfum bæði haft brennandi áhuga á að öllu sem snýr að mannlegri hegðun, viðhorfum og andlegri- sálrænni og líkamlegri líðan. Það hafa verið ýmis misskemmtileg og oft á tíðum afar krefjandi verkefni sem hafa leitt okkur þangað sem við erum í dag. Það er ekki að ástæðulausu að við fengum mikinn áhuga á meðvirkni og þeim ótrúlega miklu áhrifum sem hún hefur á líf okkar. Áralöng sjálfsvinna og vinna með öðrum hefur sýnt okkur svo ekki sé um villst að í meðvirkninni leynast mörg af okkar erfiðustu verkefnum en á sama tíma, okkar stærstu tækifæri til vaxtar. Þessar uppgötvanir eru ástæðan fyrir því að okkur langar að deila reynslu, styrk og vonum með þér.

 

Við erum bæði með sérfræðimenntun í meðvirkni- og áfallafræðum sem kennd eru við Piu Mellody. Fyrir utan að hafa lært og unnið með þessi fræði er Valdimar með eitthvað af háskólagráðum og markþjálfamenntun og Berglind er félagsráðgjafi MA ásamt því að vera með réttindi sem Transformational Breath facilitator. Við rekum ráðgjafa- og meðferðarstofuna Fyrsta skrefið og höfum í fjölda ára sinnt ráðgjöf og meðferðarstörfum fyrir einstaklinga, hjón, pör og fjölskyldur. 

Valdimar og Berglind.jpg

Ertu með spurningu eða frásögn sem þú vilt senda okkur? Eða bara einfalda fyrirspurn? 

Ef þú vilt senda okkur frásögn eða spurningu er rétt að nefna að allt sem við fjöllum um er nafnlaust og sett þannig fram að ekki er hægt að persónugreina efnið. 

Þú getur líka sent okkur póst beint á medvirknipodcastid@fyrstaskrefid.is

Kíktu á okkur á Facebook og Instagram

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page