top of page

Það er fátt eins pirrandi eins og
þegar tæknin er að stríða manni

how-to-fix-common-technology-problems.jpg

Engar áhyggjur - hér eru einfaldar leiðbeiningar

Allir sem gerast áskrifendur fá sendan tölvupóst á netfangið sem gefið er upp þegar pöntunin var gerð. Tölvupósturinn er frá Fyrsta skrefinu og heitir „Pöntunin er staðfest“. Ef þú finnur tölvupóstinn ekki í "innihólfinu" ættir þú að athuga hvort hann hafi farið í svokallaðan rusl póst (Trash) eða jafnvel í spam pósthólf. Þegar þú finnur póstinn þá eru allar upplýsingar í honum um það hvernig þú skráir þig inn. Við mælum því heilshugar með því að byrja á því að finna þennan póst og þá ætti málið að leysast.

 

Athugaðu að það er bæði hægt að hlusta með því að skrá sig inn á síðunni sjálfri en það er líka hægt að vera með podcast app í símanum og skrá áskriftina þar. Þá koma allir nýir þættir sjálfkrafa inn í appið þitt. Nánari upplýsingar um þetta eru í tölvupóstinum þínum. 

Nánari upplýsingar um innskráningu:

Til þess að hlusta í gegnum síðuna okkar þá einfaldlega skráir þú þig inn í kassanum sem er fyrir neðan kynningarþáttinn og setur þar inn netfangið þitt (e-mail) og lykilorð. Lykilorðið er það sama og þú valdir þér þegar pöntunin var gerð. Ef þú hefur gleymt lykilorðinu getur þú smellt á „Gleymt lykilorð“ og þá færðu að setja inn netfangið þitt (e-mail) og færð nýtt lykilorð sent til þín. Ef þú vilt skrá podcastið inn í appið í símanum þínum, þá hreinlega verður þú að finna fyrrgreindan tölvupóst því hann hefur að geyma kóða sem þú skráir inn í appið. 

Ef ekkert gengur og þú finnur ekki póstinn þinn þá máttu endilega senda okkur póst í gegnum skilaboðagluggann hérna neðst á forsíðunni eða á netfangið medvirknipodcastid@fyrstaskrefid.is og við leysum þetta saman.

bottom of page