top of page

Það er fátt eins pirrandi eins og
þegar tæknin er að stríða manni

how-to-fix-common-technology-problems.jpg

Engar áhyggjur - hér eru einfaldar leiðbeiningar

Allir sem gerast áskrifendur fá sendan tölvupóst á netfangið sem gefið er upp þegar pöntunin var gerð. Tölvupósturinn er frá Fyrsta skrefinu og heitir „Pöntunin er staðfest“. Ef þú finnur tölvupóstinn ekki í „innihólfinu“ ættir þú að athuga hvort hann hafi farið í svokallaðan rusl póst (Trash) eða jafnvel í Spam pósthólf. Þegar þú finnur póstinn þá eru allar upplýsingar í honum um það hvernig þú skráir þig inn. Við mælum því heilshugar með því að byrja á því að finna þennan póst og þá ætti málið að leysast.

 

Athugaðu að það er bæði hægt að hlusta með því að skrá sig inn á síðunni sjálfri en það er líka hægt að vera með podcast app í símanum og skrá áskriftina þar. Þá koma allir nýir þættir sjálfkrafa inn í appið þitt. Við mælum eindregið með því að nýta podcast appið í símanum eða ipadinum þínum því þar er auðveldara að flakka fram og til baka inn í þáttunum og ef síminn hringir, þá setur appið þáttinn á pásu á meðan og byrjar svo aftur eftir símtalið. Nánari upplýsingar um þetta eru í tölvupóstinum þínum og hér að neðan eru líka upplýsingar bæði fyrir Android og Apple notendur. 

Nánari upplýsingar um innskráningu:

Til þess að hlusta í gegnum síðuna okkar þá einfaldlega skráir þú þig inn í kassanum þar sem stendur „Þú ert ekki innskráð/ur Skráðu þig inn til að fá aðgang að læstu efni “ og setur þar inn netfangið þitt (e-mail) og lykilorð. Lykilorðið er það sama og þú valdir þér þegar pöntunin var gerð. Ef þú hefur gleymt lykilorðinu getur þú smellt á „Gleymt lykilorð“ og þá færðu að setja inn netfangið þitt (e-mail) og færð nýtt lykilorð sent til þín. Ef þú vilt skrá podcastið inn í appið í símanum þínum, þá hreinlega verður þú að finna fyrrgreindan tölvupóst því hann hefur að geyma kóða sem þú skráir inn í appið. Hér að neðan eru leiðbeiningar skref fyrir skref hvernig þú setur podcastið í Android eða Apple/ipad tæki.

Ef ekkert gengur og þú finnur ekki póstinn þinn þá máttu endilega senda okkur póst í gegnum skilaboðagluggann hérna neðst á forsíðunni eða á netfangið medvirknipodcastid@fyrstaskrefid.is og við leysum þetta saman.

Fyrir appið í símanum

Android

Sæktu "Podcast Addict" appið (frítt)

 

1. Smelltu Podcasts.

2. Smelltu á RSS.

3. Settu hlekkinn þinn inn (sem kom í póstinum þínum) og smelltu á "Add"

(Ekki haka við "Private feed" og "Authentication").

 

Ath. Þú getur að sjálfsögðu notað önnur hlaðvarps "öpp" ef þau styðja RSS. (Spotify styður ekki RSS)

rzk72ZBG_400x400.png
Podcast Apple logo.png

iPhone / ipad

Opnaðu "Podcasts" appið frá Apple.

1. Smelltu á "Library".

2. Smelltu á þrjá punktana uppi í hægra horninu.

3. Smelltu á "Follow a Show by URL..." og settu hlekkinn þinn inn (sem þú fékkst í póstinum þínum) og smelltu á "Subscribe".

 

Ath. Þú getur að sjálfsögðu notað önnur hlaðvarps "öpp" ef þau styðja RSS. (Spotify styður ekki RSS)

bottom of page